mbl.is - Mikil tkifri Epu

RG was founded in Iceland by a proven team of experienced geothermal experts. RG management has been directly responsible for projects in over 30 countries

mbl.is - Mikil tkifri Epu

„Við höfum verið að vinna stöðugt að þessu verkefni í tvö ár og eytt miklum fjármunum í það,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavik Geothermal (RG), við mbl.is en hann er staddur í New York þar sem gengið var í dag frá samkomulagi við ríkisstjórn Eþíópíu um byggingu risajarðorkuvers í landinu á næstu árum. Er þetta eitt alstærsta verkefni sem íslenskt orkufyrirtæki hefur komið að erlendis.

Um er að ræða 1.000 MW jarðvarmaorkuver í tveimur áföngum en til samanburðar má geta þess að stærsta virkjun hér á landi, Kárahnjúkavirkjun, framleiðir um 600 MW.

Skrifað verður undir samninga í Eþíópíu í næstu viku. Guðmundur segir síðan fyrsta skref verkefnis að fara í frekari rannsóknaboranir í byrjun næsta árs og sjálfar framkvæmdir við virkjunina geti hafist á seinni hluta árs 2014.

Að sögn Guðmundar hefur reynsla Íslendinga í uppbyggingu og nýtingu jarðhitasvæða haft mikla þýðingu og átt stóran þátt í að stjórnvöld í Eþíópíu gengu til samstarfs við RG. Mikill uppgangur sé í Eþíópíu og fleiri Afríkuríkjum og ljóst að mikil tækifæri séu fyrir íslensk orkufyrirtæki að hasla sér þar völl. Einnig sé að koma í ljós mikilvægi starfsemi Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, en fjölmargir Eþíópíumenn hafa sótt sér þangað menntun á undanförnum árum.

Áætluð fjárfesting verkefnisins er um 500 milljarðar íslenskra króna. RG sem er íslensk - bandarískt fyrirtæki á sviði jarðvarmanýtingar, hefur sl. tvö ár unnið að orkusölusamningi við Landsvirkjun Eþíópíu (EEPCO) og ýmis þarlend ráðuneyti.

Fyrsta 500 MW virkjunin verður reist á háhitasvæði Corbetti öskjunnar í Suður Eþíópíu. Corbetti er virk eldstöð með öskjumyndun svipaða og víða á Íslandi. Íslenskir og Eþíópískir jarðvísindamenn sem hafa rannsakað svæðið ítarlega telja Corbetti vera eitt besta jarðhitasvæði heims til framleiðslu raforku. Fyrstu 10 MW raforkuvinnslunnar verða framleidd 2015 og 100 MW ári síðar. Áætlað er að 500 MW jarðorkuver verði komið í fullan rekstur 2018.

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/09/27/mikil_taekifaeri_i_ethiopiu/


Division

Copyright © 2012 Reykjavk Geothermal, All Rights Reserverd.