RUV - Vilja lćra um jarđvarma af Íslendingum

RG was founded in Iceland by a proven team of experienced geothermal experts. RG management has been directly responsible for projects in over 30 countries

RUV - Vilja lćra um jarđvarma af Íslendingum

Íbúar Papúa Nýju-Gíneu vilja ekki lengur sitja á verðmætri náttúruauðlind eins og jarðvarma án þess að nýta hana. Þetta segir Ben Micah, ráðherra ríkisfyrirtækja í landinu. Hann er staddur hér á landi í opinberri heimsókn iðnaðarráðherra til að kynna sér nýtingu Íslendinga á jarðhita.

Papúa Nýja-Gínea liggur á eldhringnum svokallaða sem er keðja af virkum eldstöðvum og því er talið þar megi  finna öflug jarðhitakerfi. Sextíu prósent af raforku landsmanna eru framleidd með jarðefnaeldsneyti sem flutt er inn frá arabaríkjum. Þessu vilja þeir breyta og fara að nýta sínar eigin auðlindir.

Í dag var undirritað samkomulag milli ríkisorkufélagsins GNP Power og Reykjavik Geothermal um að hið síðarnefnda aðstoði GNP Power og stjórnvöld í Papúa Nýju-Gíneu við að gera áætlun um uppbyggingu virkjana.

Ben Micah segir að í heimsókninni hingað hafi hann gert sér grein fyrir að hægt sé að nýta jarðvarmann til annars en að búa til orku. Til dæmis geti hann verið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn.

Hér hafi hann gert sér grein fyrir  að hægt sé að nýta jarðvarmann í meira en að búa til orku. Til dæmis sem aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Hann og sendinefndin sem er með honum í heimsókninni snúi nú heim á ný með hugmyndir um hvernig hægt verði að fullnýta jarðvarmann í Papúa Nýju-Gíneu.

http://www.ruv.is/frett/vilja-laera-um-jardvarma-af-islendingum


Division

Copyright © 2012 Reykjavík Geothermal, All Rights Reserverd.